MEINDÝRAÞJÓNUSTAN

Meindýrin

Meindýraeyðir

Silfurskottur

Silfurskottur eru langlífa skordýr sem lifa innanhúss og þrífast best við 25-30 gráður og 75-97% raka. Silfurskottan getur orðið 4-5 ára gömul. Þær eru vanalega 13-25mm langar.

Kvenkyns silfurskotta verpir alls um 100 eggjum á sinni lífstíð. Eggin klekjast út við stofuhita.

Silfurskotturnar fjölga sér hratt í háum hita og raka. Þar er hitakompur tilvalinn staður.

Silfurskottan er alæta og étur rakan pappír, myglusveppi, dauð skordýr, lím líkt og kítti. Hún getur einnig lifað í 1 ár án þess að éta ef að hún kemst í vatn.

Silfurskottur halda sig í myrkrinu. Ef þú kveikir snögglega á ljósi á hún það til að skjótast hratt í burtu.

Á Íslandi er silfurskottan algeng, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. 

Silfurskottur geta spillt matvælum, skaðað bækur, pappír og lím (kítti).

Hamgæra / Hambjalla

Hamgærur eru skammlífa skordýr sem lifa innanhúss við þurrar, upphitaðar aðstæður. Bjöllurnar eru á flakki á vorin og í byrjun sumars fer þeim fækkandi eftir því sem nær líður á sumarið. Sjást þó stöku sinnum á öðrum árstímum.

Bjallan er 2-5mm löng en lirfan upp að 6mm. Þegar lirfan verður að bjöllu skilur hún eftir sig ham sem við eigum það til að sjá inn í skápum eða undir eldhúsinnréttingum.

Hver hambjalla verpir um 20 eggjum sem klekjast á 2 vikum. 

Hamgæra lifir á kornmeti, skinnvöru, matarleifum og uppstoppuðum dýrum. Lirfurnar geta verið án vatns og næringar í marga mánuði við stofuhita.

Geitungar / Geitungabú

Það er óneitanlegt að geitungar geta verið óþæginlegir. Árásargjarnir, skipulagðir og grimmir geta þeir verið. Best er að kalla okkur út þegar geitungabúin eru á byrjunarstigi til að koma í veg fyrir frekari hættu sem þeir geta valdið.

Geitungarnir byggja bú úr pappír sem þeir fá með því að til dæmis naga timbur. Í hverju geitungabúi er ein drottning og allt að mörg hundruð vinnugeitungar. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn.

Bú trjágeitungsins eru oftar en ekki auðsjáanleg. Falleg hringlaga pappírsbú. Bú holugeitungsins getur verið mun erfiðara að finna en eru þau oftast innan í þakskyggnum eða á milli steina.

Starafló

Starafló er blóðsuga sem finnst á fuglum og fuglahreiðrum. Ef að það er starahreiður í þakskyggni þá má búast við því að staraflóin fari á kreik og nærist á íbúum.

Eftir að fuglinn hefur yfirgefið hreiður sitt leggst flóin í vetrardvala. Flærnar vakna svo í mars eða apríl og þurfa sinn blóðskammt. Ef engin fugl kemur í hreiðrið þá leggjast flærnar á flakk. Þær stökkva á bæði menn og skepnur og berast þannig inn í hús eða þá í gegnum glugga.

Feldir heimilisdýra henta flónum vel.

 

Rottur

Það eru tvennskonar rottur hérlendis, það eru brúnrottur og svartrottur. 

Brúnrottan er algengust í híbýlum. Hún býr í skólpkerfinu. Þegar það kemur skemmd á skólplögn þá eigum við von á að sjá til hennar, fyrir utan húsið okkar eða jafnvel inni. 

Fullorðin brúnrotta getur verið allt að 30cm stór og halinn svipað langur.

Mýs

Húsamúsin er álitin algengasta spendýr jarðarinnar á eftir manninum. 

Húsamýs lifa nær alltaf í sambýli við manninn. Húsamýs eru ljósbrúnar til grásvartar á lit og ljósan kvið.

Húsamýs eru alætur og safna ekki forða svo þær þurfa stöðugt að vera á ferðinni til að afla fæðu.

 

Veggjalús (Bed bug)

Veggjalúsin er blóðsuga og lifir oftar en ekki á mannfólki.

Veggjalúsin berst hingað til landsins með ferðamönnum eða með okkur sjálfum þegar við ferðumst.

Veggjalúsin heldur sig við svefnstaði, í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum með saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum.

Þegar manneskja sofnar þá fer veggjalúsin á flakk og sýgur úr fórnalambi sínu blóð. 1-5 dögum eftir bit geta myndast ljót bitför.

Maðkar og lýs - Garðaúðun

Þörfina fyrir garðaúðun greinum við með því að skoða trjágróðurinn í garðinum og leita að ummerkjum um maðk, lús eða aðra óværu. 

Eitrað er fyrir maðki og lús en þessar tvær óværur éta blöðin og gera það að verkum að blöðin verða ljót og skemmast.

Lúsmý

Tegundin er blóðsuga á mönnum og öðrum spendýrum, eina blóðsugan hér á landi af lúsmýsætt.

Flugtími er frá því snemma í júní og til loka ágúst.

Lúsmý leggst einkum á fólk í svefni, sækir inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni. Það þarf lognstillur til að athafna sig, hverfur ef vindur blæs. Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý, einnig hávaxinn trjágróður umhverfis sumarhús. Þekkt er tilfelli þar sem fólk í umgirtu sumarhúsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem enginn var skjólgarðurinn slapp að mestu.

 

Köngulær

Köngulær eru 8 leggja skordýr sem spinna silkivef til að veiða sér inn fæðu.

Köngulærnar eiga það til að vera mikið við híbýli okkar og geta valda því óþægindum.

Frekari upplýsingar um dýrin má finna á heimasíðu Náttúrufræðistofnun Íslands. https://www.ni.is