Veggjalús

Hvernig losna ég við veggjalús?

Þú hringir í okkur í síma 776-9994 eða sendir okkur tölvupóst og við losum þig við veggjalýsnar.

Veggjalús er blóðsuga í húsum, heldur sig mikið til í rúmum fólks og sýgur blóð þess á nóttunni.

Hér á landi lifir veggjalús eingöngu í upphituðu þurru húsnæði. Hún nærist alfarið á blóði sem hún sýgur úr fórnarlömbum sínum sem oftar en ekki eru mannfólkið. Þegar hungur sverfur að skríða lýsnar fram úr fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum með saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum eða laust veggfóður; stuttu máli hvarvetna þar sem felustaði er að finna.

Ert þú að eiga við veggjalús?

Hafðu samband og við könnum málið þér að kostnaðarlausu
 Eða tekið upp tólið og heyrt í okkur í síma 776-9994